Árangursfræði nútímans í ljósi fornra fræða

Kristinn Snævar Jónsson, sem er rekstrarhagfræðingur (Cand.merc.) að mennt, hefur nýlega einnig lokið Cand.theol.-námi í guðfræði. Lokaritgerð hans til Cand.theol.-embættisprófs ber titilinn “Túlkun á valentínsku upprunamýtunni og sálarlegum þáttum hennar í ljósi árangursfræða: Um huglægan sköpunarmátt að fornu og nýju”.

 Þar er sýnt fram á hvernig huglægur sköpunarmáttur manna samkvæmt svokölluðum árangursfræðum nútímans gengur út á hliðstæð ferli og felast í fornum gnóstískum sköpunarmýtum, séu hugmyndir sem liggja þar að baki túlkaðar með viðeigandi hætti. 

Virkni þessa andlega sköpunarmáttar og aðferðum við að höndla hann er lýst á báðum tilvikum og samanburður gerður á þeim. Jafnframt eru fræðin sett í sitt sögulega samhengi og bókmenntir að baki.

 Höfundur býður upp á fyrirlestra fyrir fyrirtæki og hópa um einkar áhugavert efni í þessu sambandi og hvernig það tengist m.a. árangursfræðum (“success”-fræðum) nútímans (sem oft er lýst með frösum eins og “þú ert það sem þú hugsar”) og hugrænni atferlismeðferð. Miðlægt í þessu samhengi er skilgreining á hinu gnóstíska hugtaki sjálfsþekking.

Slíkir fyrirlestrar geta einnig tengst fleiri þáttum á þessu sviði sem voru í mótun kringum upphaf okkar tímatals. Í BA-ritgerð sinni í guðfræði  glímdi höfundur t.d. við spurninguna Hvað er sannleikur? í tengslum við muninn á þekkingu og trú.

Verð á fyrirlestrum er samkomulagsatriði hverju sinni og fer m.a. eftir umfangi efnis og áheyrendahóps og vettvangi. 

Verðdæmi: Frá ca. 50.000 kr fyrir ca. 1 – 2 klst. fyrirlestur í “meðalstórum” hópi.

 PS. Þess má geta að lokaritgerð höfundar í Cand.merc.-náminu (í aðalfaginu “operationsanalyse”) á sínum tíma fjallaði um hagkvæmustu samsetningu íslenska fiskiskipaflotans (“Dimensionering af den islandske fiskerflåde”), á grunni stórs bestunar-reiknilíkans sem höfundur þróaði og “keyrði” ásamt tilheyrandi tölvukerfi fyrir tilreiðslu umfangsmikils tölulegs efnis fyrir reiknilíkanið. Þau fræði og aðferðir sem þar er byggt á (frá miðri 20. öld) eru hins vegar ekki eins forn og gnóstíska mýtan, nema að því leyti að þar var “huglægum sköpunarmætti” beitt óspart með góðum árangri!